Einelti – viðbragsáætlun

Einelti er ójafn leikur þar sem einn aðili eða fleiri hafa ítrekað farið yfir persónuleg mörk annars aðila með líkamlegu, andlegu eða félagslegu ofbeldi eða félagslegri einangrun.

Einelti getur þrifist alls staðar þar sem samskipti eiga sér stað án tillits til aldurs fólks, vitsmunaþroska, efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu.

> Lesa Aðgerðaáætlun gegn einelti í Grunnskólum Akraness (PDF) sem samþykkt var haustið 2012

Stuðningsteymi sér um að aðgerðaáætlun í eineltis- og agamálum sé framfylgt. Það leggur fyrir líðankannanir á haust- og vorönn og vinnur með bekkjarfulltrúum úr 7.-10. bekk að forvörnum í formi jafningjafræðslu. Einnig sér teymið um fræðsluefni um t.d. ofvirkni og athyglisbrest. Stuðningsteymið heldur vakandi umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.

Bekkjarfulltrúarnir vinna ómetanlegt starf, þeir fara í heimsóknir í alla bekki skólans og ræða um einelti við nemendur. Þessi jafningjafræðsla hefur gefist mjög vel í Brekkubæjarskóla.

Tilkynning um einelti