Bókamessa í Brekkó

Læsi út um allt 2013 - Tónberg

Hjartað á veggnum við innganginn í tónleikasal Tónbergs, en hjartað vísar til mikilvægi bókaástar í lífinu!

Bókamessa hefur verið haldin í Brekkubæjarskóla í janúar undanfarin ár. Markmið Bókamessunnar eru að hvetja til aukins lesturs nemenda og ýta undir jákvætt viðhorf til bóka og lesturs. Bókamessan hefst alla jafna á lestrarstundinni Allir lesa þar sem nemendur, starfsfólk og foreldrar setjast eða legggjast niður þar sem þau eru þá stundina og lesa saman sér til yndis. 

Verkefni 4. GÞ sett upp í Tónbergi

Hér á síðunni sjáum við bókatitla sem unnir voru af nemendum í 4. GÞ á vorönn 2013. Verkefnið var unnið í tengslum við bókamessu sem orðin er fastur liður í Brekkubæjarskóla í upphafi árs. Bókamessa miðar að því að vekja áhuga nemenda á bókum og hvetja þá til aukins bóklesturs.

Bókamessa í 4. bekk fólst í því að nemendur völdu sér bók til að kynna fyrir bekkjarfélögum sínum. Í kynningunni var fjallað um bókina, höfund hennar og svo var lesið upp úr viðkomandi bók fyrir áheyrendur og að lokum þurfti að svara spurningum. Nokkrir foreldrar tóku einnig þátt í bókamessunni með því að heimsæka okkur og kynna fyrir nemendum bækur sem þeim þóttu skemmtilegar þegar þeir voru krakkar.

Bókatitlarnir eru nöfn bókanna sem kynntar voru í bókamessu 4. bekkjar í Brekkubæjarskóla.
Hjartað vísar til mikilvægi bókaástar í lífinu!

Njótið!
Nemendur 4. GÞ Brekkubæjarskóla

Bókamessa - hjarta