Fastir liðir

Árshátið 2014

AMMA OG DRAUGARNIR Nemendur í 4. bekk syngja og leika í söngleik eftir Jónas Árnason á árshátíð í Brekkubæjarskóla.

Fjöldi skemmtana, keppna, tónleika og annarra listsýninga fer fram í skólanum ár hvert. Þátttaka í slíkum viðburðum er hluti af lífsleikninámi nemenda. Nemendur öðlast aukið sjálfstraust, fá útrás fyrir sköpunargáfu sína, læra að vinna með öðrum og taka tillit til annarra.

Morgunstundir

Í tengslum við stefnu skólans Góður og fróður eru haldnar morgunstundir bæði stórar og litlar. Stórar morgunstundir (okt. – des. – feb. – maí) fara fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu og þar taka allir nemendur skólans þátt ásamt starfsfólki. Litlu morgunstundirnar eru haldnar á hverju aldursstigi fyrir sig og fara fram á sal skólans. Þema morgunstundanna er ávallt dygðin sem verið er að vinna með þá önnina. Ýmis atriði eru í boði frá nemendum og viðurkenningar eru veittar. Foreldrar og aðrir gestir eru ávallt velkomnir á stóru morgunstundirnar.

> Sjá myndir frá Stórri morgunstund haustið 2014

Dygðastundir

Foreldrum er boðið á tvær bekkjarsamkomur á skólaári. Þær kallast dygðastundir og er dagskrá þeirra miðuð við þá dygð sem unnið er með hverju sinni.

Brekkósprettur

SEPT / OKT Brekkósprettur – skólahlaup Brekkubæjarskóla – var haldinn í fyrsta skipti 15. september 2010, en hann tók við af Norræna skólahlaupinu sem lagt hefur upp laupana. Sem fyrr er hlaupið til skemmtunar og yndisauka, en líka smá keppni á milli bekkja skólans til að auka á fjörið. Hlaupinn er 2,5 km hringur í námunda við skólann og hleypur hver nemandi og starfsmaður eins og hann getur og vill. Sá bekkur sem hleypur lengst að meðaltali sigrar Brekkósprettinn.

> Sjá kvikmynd um Brekkósprett

Fastir-liðir

Það er margt um að vera í skólanum á einum vetri.

Þemadagur að hausti

OKT Snemma á haustönn er tekinn einn dagur í að vinna með dygð annarinnar. Venjulega er árgöngum innan hvers stigs blandað saman í hópvinnu og jafnvel þvert á öll stigin. Verkefnin geta verið ýmiskonar og í raun erum við alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.

Bókaormar Brekkó

NÓV Bókaormur Brekkó er spurningakeppni á miðstigi upp úr völdum barnabókum. Keppt er um farandbikar sem Hallbera bókasafnskennari gaf til keppninnar, en hún hefur einnig veg og vanda af keppninni. Markmiðið með keppninni er að hvetja nemendur til þess að lesa, en keppnin samanstendur af hraðaspurningum, bjölluspurningum, vísbendingaspurningumr og leik orða. Spurningar eru unnar í samstarfi starfsmanna skólasafna grunnskólanna hér á Skaga, en sams konar keppni fer fram í báðum skólum.

> Sjá myndir frá Bókaorminum 2014

Ungir – gamlir

NÓV UNGIR/GAMLIR er samstarfsverkefni grunn- og framhaldsskóla á Akranesi um miðlun tónlistar á milli kynslóða. Hefðinni samkvæmt eru fengnir tveir þekktir tónlistarmenn til að æfa upp prógramm með tónelskum nemendum skólanna sem síðan er flutt á tvennum tónleikum í Bíóhöllinni. Þessir tónlistarmenn sækja og skólana heim og spila fyrir nemendur.

> Sjá upptöku frá tónleikum 2009 > Sjá myndir frá Ungum-gömlum

Litlu-jólin

DES Á síðasta skóladegi fyrir jólafrí (um 20. desember) eru Litlu-jólin haldin á sal Brekkubæjarskóla og svo stofujól áður en nemendur halda heim í jólafríið. Á Litlu-jólum eru skemmtiatriði ýmiskonar í boði, en hæst ber þó helgileikurinn sem 4. bekkur stendur fyrir hver jól. Litlu-jólin skiptast svona: 1.-3. bekkur, 4. – 6. bekkur, 7. bekkur og unglingadeild sér.

> Sjá kvikmynd um jólaundirbúning í Brekkó
> Sjá upptöku á helgileiknum 2011 og 2014

Bókamessa

JAN Bókamessa hefur verið haldin í Brekkubæjarskóla í janúar undanfarin ár. Markmið Bókamessunnar eru að hvetja til aukins lesturs nemenda og ýta undir jákvætt viðhorf til bóka og lesturs. Bókamessan hefst alla jafna á lestrarstundinni Allir lesa þar sem nemendur, starfsfólk og foreldrar setjast eða legggjast niður þar sem þau eru þá stundina og lesa saman sér til yndis.

> Lesa meira um Bókamessu og sjá verkefni sem unnin voru 2013
> Horfa á kvikmynd um lestrarstund á Alþjóðlegum degi læsis og aðra frá 2014

Þemadagur á vorönn

JAN Snemma á vorönn er tekinn einn dagur í að vinna með dygð annarinnar. Venjulega er árgöngum innan hvers stigs blandað saman í hópvinnu og jafnvel þvert á öll stigin. Verkefnin geta verið ýmiskonar og í raun erum við alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.

> Sjá stutta kvikmynd um Fjölgreindarleikana 2015

Þorri

JAN Bóndadagur, fyrsti dagur Þorra, hefur síðustu árin verið haldinn hátíðlegur í Brekkó og er þá undir hverjum árgangi komið hvernig farið er að. Oftast eru það stúlkurnar sem gera drengjunum eitthvað gott í tilefni dagsins, sem drengirnir launa þeim svo á konudaginn á fyrsta degi Góu. Í yngri bekkju útbúa stúlkurnar kórónur fyrir drengina, en í eldri bekkjunum er oft boðið upp góðgæti ýmislegt.

Hundraðdagahátíð

JAN Þegar nemendur í 1. bekk Brekkubæjarskóla eru búnir með sína fyrstu 100 daga í skólanum er haldin Hundraðdagahátíð. Þá er unnið með tölur og talningu og allt talið sem tölu verður á komið; blýantar, snagar, tröppur, dósir … og meira að segja nestið, því allir koma með nesti sem innheldur nákvæmlega 100 stykki af einhverju hollu og bragðgóðu og leggja á hlaðborð sem nemendur gæða sér af í nestistímanum. Hundraðdagahátíð hefur líka verið haldin í 2. bekk.

> Sjá stutta kvikmynd um Hundraðdagahátíð í janúar 2014

Hátónsbarkinn

JAN / FEB Í samvinnu við Grundaskóla og félagsmiðstöðina Arnardal er haldin söngvarakeppni nemenda í unglingadeildum skólanna. Undankeppni er haldin í hvorum skólanum fyrir sig, en í lokakeppninni er útnefndur Hátónsbarki úr hvorum skólanum.

> Lesa meira um Hátónsbarkann
> Sjá myndir frá Hátónsbarkanum 2012

Íþróttadagar

FEB Íþróttadagar eru haldnir á öllum stigum á vorönn. Nemendur á hverju stigi fyrir sig koma þá saman og keppa í alls kyns greinum eins og t.d. : fitness, brennó, hokký, liðaskotbolta, boðhlaupum svo eitthvað sé nefnt. Á íþróttadegi yngsta stigi er lagt meira upp úr því að nemendur sýni t.d. fimleika, boðhlaup, brennó og þrautabraut fremur en að keppa.

> Sjá myndir frá íþróttadegi 2010

Stóra upplestrarkeppnin

MAR Stóra upplestrarkeppnin er haldin árlega um land allt. Markmiðið með keppninni er m.a að vekja athygli á vönduðum upplestri og framburði, bæta almennan lesskilning nemenda og síðast en ekki síst að efla sjálfsvirðingu þeirra og virðingu fyrir öðrum. Það eru nemendur í 7. bekk sem keppa sín á milli og hefur Brekkubæjarskóli verið virkur þátttakandi í þessari keppni undanfarin ár.

Spurningakeppni unglinga

MAR Ár hvert er hin margrómaða og æsispennandi Spurningakeppni unglingadeildar Brekkubæjarskóla haldin og teknir í hana tveir dagspartar. Undankeppni er fyrri daginn, milliriðill og úrslit þann seinni. Spurningar eru í formi vísbendingaspurninga, bjölluspurninga (með tilheyrandi spretthlaupum), flokkaspurninga – og svo er það að sjálfsögðu látbragðsleikurinn ómissandi. Hvert lið er skipað nemanda úr hverjum hinna þriggja árganga unglingastigsins.

> Sjá upptöku frá spurningakeppni 2011

Árshátíð

MAR / APR Árshátíð er haldin í sal skólans og er hún opin öllum bæjarbúum. Þar koma nemendur skólans fram og skemmta áhorfendum með margs konar atriðum s.s. leik, söng, dansi, hljóðfæraleik, upplestri og fl. Einnig sjá nemendur um ýmis konar tæknivinnu, búninga- og leikmyndagerð og annað sem til fellur við framkvæmd árshátíðarinnar.

> Sjá upptökur frá árshátíð 2011
> Sjá myndir frá árshátíð 2014

Danssýning

APR Danskennsla skipar stóran sess í starfi skólans og á hverju ári er haldin vegleg danssýning. Þar koma fram allir nemendur í 1. – 6. bekk og sýna afrakstur vetrarins. Nemendur í unglingadeild sjá um tæknimál og kynningu.

> Sjá kvikmynd frá Danssýningu vorið 2010

Langasandsdagurinn

MAÍ Það hefur verið venja í lok skólaársins að nemendur 1. – 6. bekkjar verji einum morgni á Langasandi við sandkastalasmíðar og aðra þrívíða myndgerð í sandinn. Þegar vel viðrar fara margir í sjóinn og verma sig svo í sturtunum.

> Sjá kvikmynd um Langasandsdaginn

Vordagar: Fáránleikar, Karnival, Húllumhæ

MAÍ / JÚN Síðustu þrír skóladagarnir á vorin eru helgaðir útiveru þar sem fléttað er saman leikjum og kennslu:

  • Nemendur á yngsta og miðstigi gera eitthvað af þessu: tjalda í Skógrækt eða Kalmansvík, setja niður kartöflur, dorga, fara á Safnasvæðið, o.fl.
  • Nemendur í 7. – 10. bekk keppa í Fáránleikum
  • Nemendur í 7. – 10. bekk fara í fjallgöngu
  • Nemendur á yngsta og miðstigi taka þátt í karnivali á skólalóðinni þar sem fjölmargar leikstöðvar eru í boði, s.s. málun, svampakast og krafta- og þolleikir
  • Nemendur í 7. – 10. bekk taka þátt í Húllumhæi þar sem er dorgað á bryggjunni, gerð sandlistaverk á Langasandi, haldin stutt námskeið í t.d. dansi, farið í fótbolta, kýló eða kubb á Jaðarsbökkum eða spilað á spil í skólastofum

> Sjá myndir frá Karnivali 2014

Skólaslit

JÚN Skóla er slitið með stuttri skrúðgöngu nemenda, foreldra og starfsmanna um bæinn undir bumbuslætti. Síðan safnast allir saman í íþróttahúsinu þar sem skólastjóri flytur stutta tölu, fulltrúi útskriftarnemenda í 10. bekk flytur kveðjuræðu og oft er líka boðið upp á tónlistaratriði. Svo halda nemendur út í skóla að sækja vitnisburð sinn og kveðja kennara og félaga.

Ferðalög

Yngri árgangar fara árlega í dagsferðir sem tengjast námsefni þeirra. Undanfarin ár hefur m.a. verið farið í Húsdýragarðinn, Skógræktina, að Eiríksstöðum, að Bjarteyjarsandi, Reykjavíkurhöfn og OR. Markmið ferðanna er að efla hópkennd og samábyrgð innan árganganna, auk þess að njóta íslenskrar náttúru.