Hátónsbarkinn

hatonsbarkinn_logo

Grunnskólarnir á Akranesi, Brekkubæjar- og Grundaskóli, í samvinnu við félagsmiðstöðina Arnardal, halda í janúar ár hvert söngkeppni nemenda í unglingadeildum skólanna.

Fyrst er keppt í hvorum skólanum fyrir sig, en í úrslitakeppni Hátónsbarkans leiða fimm til sex keppendur úr hvorum skóla saman hesta sína og raddbönd. Þá eru valdir Hátónsbarkar hvors skóla, en einnig veittar viðurkenningar fyrir líflegustu sviðsframkomuna og björtustu vonina.

Hátónsbarkarnir tveir taka svo þátt í Söngkeppni Vesturlands, en sigurvegari þeirrar keppni syngur fyrir hönd Vesturlands í lokakeppni Samfés í Reykjavík.