Heimilisfræði

Skólaárið 2016-17 er heimilisfræði kennd í 3.-8. bekk. Auk þess eru 3 lotur í bakstri  valgrein í 8. – 10. bekk.

Nemendur í 3. bekk koma einu sinni  í viku, 80 mínútur í senn. Árgangnum er skipt í 4 hópa sem koma til skiptis. Hver nemandi kemur 9 – 10 vikur í röð.

Nemendur í 4. –  7. bekk koma tvisvar í viku, 80 mínútur í senn. Árgöngunum er skipt í 4 hópa sem koma til skiptis. Hver nemandi kemur 9 – 10 vikur í röð.

Nemendur í 8. bekk koma einu sinni  í viku, 80 mínútur í senn. Hóparnir koma til skiptis aðra hverja viku allan veturinn.

Aðalinntaki heimilisfræðinnar má skipta niður í nokkra skylda námsþætti sem snerta daglegt líf nemenda. Þessir þættir eru:

  • næring og hollusta
  • matreiðsla og vinnubrögð
  • matvælafræði
  • hreinlæti
  • neytendafræði
  • umhverfisvernd

Einnig er fjallað um samstarf og samábyrgð innan fjölskyldunnar og ábyrgð einstaklingsins á heilbrigði og lífsháttum.

Markmið námsins eru grundvöllur námsmats í heimilisfræði eins og í öðrum greinum. Þar sem verkleg þjálfun er stór hluti heimilisfræðinnar er nauðsynlegt að þar fari fram símat á framförum nemenda. Einnig eru vinnubækur nemenda metnar.

Kennarar í heimilisfræði  skólaárið 2016 – 2017 eru:

Friðrika Ýr Einarsdóttir kennir 8. S.

Ingibjörg Torfadóttir kennir 5. – 7. bekk.

Sigríður Kristín Óladóttir kennir 3. og  4. bekk,   8. B og valinu.

Verkefni nemenda og uppskriftir: